top of page

HVER ERUM VIÐ?

Kynnist sérfræðingunum á bak við Norcom

GUNNLAUGUR TRAUSTI VIGNISSON

Leiðandi sérfræðingur í kerfisbundnum frágangi

Með 10 ára reynslu á sviði kerfisbundins frágangs hefur Gunnlaugur starfað bæði sem virknistjóri verktaka og sem stjórnandi deildar með 30 sérfræðingum. Hann hefur unnið að fjölmörgum umfangsmiklum og flóknum byggingaverkefnum, þar sem hann hefur borið ábyrgð á því að öll innivistar-, öryggis- og eftirlitskerfi væru hönnuð og prófuð til að uppfylla samþykktarskilyrði frá hönnunarstigi.

MENNTUN

Byggingriðnfræðingur

Pípulagningarmeistari

LEYFI

  • QCxP (Qualified Commissioning Provider) - University of Wisconsin

KENNSLA

  • Kerfisbundin frágangur undanfarinn fjögur ár hjá Western Norway University of Applied Sciences, í Björgvinn, Noregi

  • Hitunarfræði og lagnir hjá Háskóla Reykjavíkur fyrir Byggingariðnfræðinga og Byggingarfræðinga.  

Leiðandi sérfræðingur í kerfisbundnum frágangi
Ólafur Þór Stefánsson Ráðgjafi kerfisbundins frágangs

ÓLAFUR ÞÓR STEFÁNSSON

Ráðgjafi í kerfisbundnum frágangi

Ólafur hefur yfir 10 ára reynslu af kerfisbundnum frágangi bygginga og iðnkerfa. Hann hefur starfað sem deildarstjóri tækniþjónustu og komið að verkefnastjón á margvíslegum verkefnum í efnaiðnaði, bæði á Íslandi sem og í Evrópu og Kína. Sem virknistjóri hefur Ólafur einnig borið ábyrgð á því að skipuleggja og skjalfesta virkniprófanir á kerfum sem samþætta hússtjórnarkerfi og framleiðslubúnað til þess að tryggja að bæði almennur rekstur og viðbragðastjórn sé í samræmi við öryggis- og gæðakröfur.

MENNTUN

M.Sc. Vélaverkfræði

TechCare - ATEX expert course

QHSE AKADEMIE – SCC Training for manager

SSG Employee Safety 

JÓN FJÖLNIR ALBERTSSON 

Leiðandi sérfræðingur í hugbúnaðararkitektúr og tæknistjórnun

Reynslumikill og framsækinn tæknistjóri og hugbúnaðararkitekt með yfir 20 ára reynslu í upplýsingatækni. Sérfræðingur í þróun og innleiðingu á flóknum hugbúnaðarlausnum með áherslu á Microsoft Dynamics 365 og Business Central. Þekktur fyrir að leiða tækniteymi til árangurs og skapa nýstárlegar lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina. Með yfir 20 ára reynslu á sviði hugbúnaðarþróunar og tæknistjórnunar hefur Jón Fjölnir Albertsson starfað bæði sem Chief Technology Officer (CTO) og sem stjórnandi þróunarteyma. Hann hefur unnið að fjölmörgum umfangsmiklum og flóknum hugbúnaðarverkefnum, þar sem hann hefur borið ábyrgð á því að öll kerfi og lausnir væru hönnuð og innleidd til að uppfylla ströngustu gæðakröfur frá hönnunarstigi til framkvæmdar.

MENNTUN

Háskólinn í Reykjavík Diplóma í Hagnýtri Tölvunarfræði, Tölvunarfræði 

LEYFI

  • Microsoft Certified: Dynamics 365 Business Central Developer Associate

Jón Fjölnir Albertsson Leiðandi sérfræðingur í hugbúnaðararkitektúr og tæknistjórnun

SIGURGEIR SVEINSSON

Ráðgjafi í kerfisbundnum frágangi

​Sigurgeir er byggingafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfsreynslu af hönnunarvinnu bæði hérlendis og erlendis þar sem hann vann á arkitektúrstofu í Hollandi. Undanfarin 2 ár hefur hann unnið fyrir Byggingarfulltrúa Kópavogs þar sem hann hafði umsjón fyrir skráningu bygginga og úttektir

MENNTUN

Háskólinn í Reykjavík 

Sigurgeir Sveinsson Ráðgjafi kerfisbundins frágangs

OKKAR MARKMIÐ

Ráðgjafar í Hönnun og Sérfræðingar í Frágangi Tæknikerfa í byggingum

Fyrirtækið er stofnað 2024 etir að handbók um kerfisbundinn frágang var gefin út haustið 2023.

KJARNAGILDI:

Þekking

Ráðgjöf og þjónusta byggir á mikilli þekkingu og reynslu.

Sköpunarkraftur

Við leggjum áherslu á nýsköpun og uppruna í öllum verkefnum.

Sjálfbærni

Við förum meðvitað um sjálfbærni í öllum verkefnum.

Hafðu samband

Hafðu samband ef þú hefur spurningar eða fyrirspurnir

Staðsetning:

Kringlan 7, 103 Reykjavík

Iceland

Sími

+354 848 8596

Netfang:

  • LinkedIn

© 2025 by Norcom.

bottom of page